Arna Hrafns 897-7888 og Fúsi Helga 846-0768.

Hestar og menn, menn og málefni líðandi stundar.

05.03.2015 21:02

nokkrum klst eftir félagsfundinn.

Jesús minn ekki byrjar það glæsilega.

Í gærkvöldi vorum við rúmlega 30 hestamenn á fundi í Skeifunni og umræðuefnið m.a var hvernig við getum tekist á við þann vanda sem blasir við í rekstrarmálum, sérstaklega í Breiðholtshverfinu.

Ég tel að við sem á fundinn mættum höfum verið málefnanleg og rætt vandann af ábyrgð og í gegn skein vilji  að laga til og umfram allt, taka tillit til hvors annars.

Vissulega eru skiptar skoðanir á rekstrum almennt og til eru þeir sem vilja að þeir verði bara bannaðir. Svo eru líka til þeir sem vilja reyna að finna lausnir á þessu sérakureyriska fyrirbrigði sem rekstur lausra hrossa er.

Það var almannarómur á fundinum að búa til einskonar  leiðbeinandi viðmið fyrir rekstrana sem hljóðar þannig.

Að menn færu ekki seinna en kl 10  á morgnana af stað í reksturinn.

 Það var samdóma álit ALLRA sem tjáðu sig á fundinum að teyma hrossin suður í rekstrargerðið og reka þau þaðan. Ekkert annað er í boði. PUNKTUR.

Og svo beina því til atvinnumannanna að nota virku daga ef hægt er að reka og þá á morgnana, það léttir á rekstrana um helgar.

Felagsfundur Léttis hefur ekkert alræðisvald í þessum efnum en ég tel samt það ábyrgt að kalla menn til og ræða vandann og reyna að finna lausnir. Það var gert í gærkvöldi. 

Gott og vel, EN HVAÐ SVO:!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Í morgunn þá fór rekstur af stað suður úr Breiðholtshverfinu, kannski á ekki að kalla þetta rekstur, því þetta var meira í átt við það sem gerist á steppunum í Amriku. Hrossum sleppt beint út úr gerðunum við hesthúsin og bílar þeystu á eftir. Skilst að í hlut hafi átt tveir atvinnutamningamenn!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Laus hross voru að sögn vitna á dragstökki um allt Breiðholtshverfið og ástandið eins og í willta westrinu. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki, en hver djöfullinn gengur að fólki?

Þessir bílarekstrar eiga ekki að sjást og það á að banna að keyra á reiðvegunum okkar,  akstur þar myndar bara hjólför sem svo frýs í og skemmir. skora ég á reiðveganefnd Léttis að koma að þessu máli.

En um reksturinn ef rekstur skyldi kalla í morgunn, þá beini orðum mínum beint til þeirra er hlut eiga að máli.

 Ætlið þið að verða til þess að bæjaryfirvöld neyðist til að stoppa þessa rekstra okkar? Það mun gerast ef ekki verður bót á. Viljið þið bera þann kaleik??????????


Aðeins nokkrum klst eftir að við hestamenn sannmælumst um að laga og vanda okkur þá gerist þetta.

 Skammist ykkar.

Þetta er óþolandi einu orði sagt.

Í Guðanna bænum hestamenn.

Með kveðju.

Mín skoðun.

 Sigfús Ólafur Helgason

Eldjárn

Nafn:

Fúsi helga og Arna hrafns

Farsími:

846-0768-897-7888

Afmælisdagur:

0202-2909.

Heimilisfang:

Langholt 16

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

462-3713

Um:

Hestar og hestamenn
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 657135
Samtals gestir: 125053
Tölur uppfærðar: 16.6.2019 15:10:03