Arna Hrafns 897-7888 og Fúsi Helga 846-0768.

Hestar og menn, menn og málefni líðandi stundar.

06.10.2018 22:10

Réttardagur

Í dag var réttað í Melgerðismelarétt í 20 skipti en nú í haust eru einmitt 20 ár siðan við hófum að byggja þessa rétt fyrir Eyjafjarðarsveit.

02.04.2018 20:42

Það eru að koma kosningar.

Heil og sæl 

Eins og það er öruggt að sólin komi upp í austri þá er það jafn öruggt að á fjögurra ára fresti kjósum við til sveitastjórna hjá okkur. 

Nú líður að því að stjórnmálaöflin sem ætla að bjóða fram krafta sína til setu í bæjarstjórn Akureyrar næst fjögur árin birti loforðalistana sína. 

Vinnureglan er sú að allir vilja gera allt fyrir alla og það er göfugt að vita það en því miður er ekki sömu sögu að segja um að standa við loforðin. Það hefur reynst betur að stilla loforðum í hóf og standa við þau frekar en að lofa upp í ermarnar, "það sagði amma alltaf." set hér með nokkrar vel valdar myndir úr líf hins almenna hestamanns. Á liðnu kjörtímabili hefur nokkuð áunnist fyrir okkur hestamenn þótt við vildum sjá sum mál hafa hraðari framgang. Eitt það sem rætt var mikið í aðdraganda síðustu kosninga var að tenging hesthúsahverfanna með nýrri brú á Glerá var eitt að stóru áherslum hestamanna fyrir þær kosningar. Enginn er brúin komin enn.

Nú tek ég það skýrt fram að ég er hér að skrifa sem hestamaðurinn Sigfús Helgason, ekki framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, þótt vissulega fari skoðannir þessara tveggja ansi oft saman, þá má aldrei gleyma því að stjórn Léttis á hverjum tíma er málsvari fyrir málefni félagsins og mér vitanlega hefur óskalisti til framboða komandi kosninga ekki verið ræddur á þeim vettfangi. 

En hvað um það, sá listi mun eflaust koma fljótlega og mig rennur þó nokkuð í grun að hann verði ekkert ósvipaður þeim lista er ég mun nú telja upp.


Áður en ég hef lesturinn þá geri ég mér grein fyrir að kjörtímabil hverar sveitastjórnar er fjögur ár og því vil ég ekki bara raða mínum hugleiðingum upp í forgangsröð heldur vil ég líka tímasetja þær.
Hvað framboðinn gera svo við þessi orð er annarra að svara og ég veit að til stendur að Hestamannafélagið Léttir boðar framboðinn öll og eða fulltrúa þeirra til opins stjórnmálafundar í Skeifunni félagsheimili okkar Léttismanna fljótlega. 

En hér koma mínar hugleiðingar.

Árið 2018 Lagning Hugabraggaleiðar.
Þessi framkvæmd hefur verið á teikniborðinu í áratug eða meira og í umræðu meðal hestamanna sennilega í þrjá áratugi. Með lagningu þessa vegar mun aðstaða til að stunda hestamennsku í víðum skilningi batna til mikilla muna og t.d munu árekstrar vegna rekstra heyra algjörlega sögunni til. Gæti trúað að þriðji fulltrúi á lista Framsóknar myndi vilja þessa lausn. 

Árið 2018. Fjármagn til viðhalds reiðvega. Fyrri áfangi að endurbótum á brúm á Eyjafjarðará

Árið 2019. Nýr akvegur með innkomu inn að reiðhöll félagsins sem og inn í hesthúshverfið í Lögmannshlíð ásamt frágangi á umhverfi reiðhallarinnar með malbikun bílaplans.m.a. Það er komin tími til að KLÁRA þetta mál,reiðhöllin er 10 ára á þessu ári og nú er ekki eftir neinu að bíða.

Árið 2019. Fjármagn til viðhalds reiðvega. Seinni áfangi að endurbótum á brúm á Eyjafjarðará 

Árið 2019. Möguleiki á auknum beitahólfum í landi Skjaldarvíkur ef þarf.


Árið 2020. Ný reiðbrú á Glerá. 
Hér erum við að tala um sama hlut og talað var um sem algjört forgangsmál fyrir síðustu kosningar. Allt tal um að bíða eftir Landsneti  gengur ekki lengur. Ef Landsnet er tilbúið að koma að þessu verkefni er það bara bónus.  Nú þarf bara kjarkmikla bæjarstjórn sem ætlar að klára þetta mál. Hér er um að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur hestamenn og mun þessi vegalagning beint norður úr Breiðholtshverfinu á nýja brú stytta vegalengdina í reiðhöllina mjög mikið, auk þess sem sú leið er nánast í beinni línu sem og mun einnig spara mikla fjármuni á ári hverju úr bæjarsjóði við snómokstur á leið þeirri sem nú er. Þetta mun auka nýtingu reiðhallarinnar enn frekar en er í dag.

Árið 2020. Fjármagn til viðhalds reiðvega. Nauðsynlegt á hverju ári.


Árið 2021. Miðhúsaklapparleið, ný reiðleið 

Árið 2021. Fjármagn til viðhalds reiðvega. Nauðsynlegt á hverju ári.

Árið 2022. Ný reiðleið í gegnum Naustaborgir og niður á þjóðveg og austur yfir Eyjarfjarðará.


Árið 2022. Fjármagn til viðhalds reiðvega. Nauðsynlegt á hverju ári.


Þetta eru mínar framtíðarsýnir og það framboð  sem er tilbúin að hlusta á þessar hugleiðingar mínar og er traustsins verð að koma þeim í framkvæmd á kjörtímabilinu fær mitt atkvæði.


Auðvitað er hægt við þetta að bæta endalaust en ég vil þó í lok málsins segja að mikið hefur áunnist og margt mjög vel gert sem ber að þakka.


Vona svo að þetta verði til þess að menn hafi á þessu einhverjar skoðanir því þetta eru einungis mínar hugleiðingar og hestamenn eru jú margir með misjafnar skoðanir.

Ps. Stjórnmálaframboðunum er guð velkomið að hringja í mig og heyra mína hlið í dýpri skilningi en hér er sett fram en ég endurtek að þetta skrifar hestamaðurinn  og óbreyttur Léttismaður Sigfús Helgason. 

kv F

29.03.2018 22:25

Góðir dagar í dimmbilviku

Gleði og tóm gleði og stolt. 

Jæja ef einhvern tíma er tilefni til að koma hér inn er það nú. Það sem er dásamlegt að fylgjast með framkvæmdunum á Kaupangsbökkunum já og reyndar taka aðeins þátt í því, en ég er búin að vera að þjónusta þessa snillinga með mat og drukk, (einhver verður að vera í því) Eins og ég hef áður nefnt hér í pistlum mínum um Kaupangsbakka jörð okkar Léttismanna, þá þreytist ég seint að dásama þá gjörð er gerð var af stjórn Léttis þess tíma á því herrans ári 1961, að kaupa þessa paradís okkar. Ég held að þeir sem þar fóru fremstir í flokki hafi ekki gert sér í hugarlund hve þessi ákvörðun þeirra ætti eftir að hafa mikil áhrif á komandi kynslóð hestamanna og ekki er ég heldur viss um að þeir hinir sömu gömlu menn, nú nánast allir horfnir á vit feðra sinna, og blessuð sé minning þeirra, hafi reiknað með að það sem nú er risið á jörðinni svo glæsilegt sem það, er myndi nokkurn tíma verða að veruleika
Einn er sá maður er heitir Ingi Magnússon háaldraður nú sem samþykkti   kaupsamninginn daginn þann er þetta var gert árið 1961, þá sitjandi í stjórn Léttis. Gaman væri að heyra hvað Ingi segir um þessa framkvæmd er nú er verið að vinna á bökkunum og það er áskorun til mín sem framkvæmdastjóra Léttis að fara nú til fundar við gamla manninn og heyra hans hlið. Set þetta hér með á mig sem verkefni sem gaman væri að yrði fyrr en seinna. 

En það verður einkar ánægjulegt að fá að taka á móti gestum þeim sem ætla í rútuferðina í tengslum við Fáka og fjör í april á bökkunum og segja kannski sögu staðarins og tilurð eignar Léttis á þessum dýrðarstað.

Set hér eina mynd af framkvæmdunum í dag og svo eru hér naðan við myndir frá ýmsum tímum.  
Hér eru nokkrar myndir frá bökkunum á liðnum árum. Það hefur ýmislegt breyst síðan þá 

F

11.03.2018 17:59

Ótitlað

Jæja þá er loksins komið að því að mæta hér aftur og þótt fyrr hefði verið. 
Það er svo langt síðan ég lét í mér heyra og nú væri gaman að fara að vera með fasta pistla hér um hugðaefnið mitt.
 Ég náði loksins stórum áfanga í dag. Heilsan hjá mér hefur verið heldur bágborin í vetur svo ég hef lítið getað sinnt hrossum af viti og lítið riðið út. Loksins í dag lét ég mig hafa það og skellti mér á bak 3 hrossum. Veðrið var dásamlegt og þetta var svo gaman. Auðvitað eru hrossin mín ekki í neinni þjálfun og langt í land að þau verki komin í form. En hér var fyrsta skrefið stigið og ég stefni að því að hefja nú útreiðar af krafti.
Læt ég nú staðar numið að sinni og vona og veit að ég mun á næstunni setja hér niður hugmyndir, hugsanir og hugleiðingar mínar.  Ekki er víst að allir verði sammála því sem ég segi en hver segir að það þurfi að vera svo. Bestu hugmyndirnar koma eftir rökræður manna á millum og svo lenda menn málum. 
F
  • 1

Eldjárn

Nafn:

Fúsi helga og Arna hrafns

Farsími:

846-0768-897-7888

Afmælisdagur:

0202-2909.

Heimilisfang:

Langholt 16

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

462-3713

Um:

Hestar og hestamenn
Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 645589
Samtals gestir: 121545
Tölur uppfærðar: 16.1.2019 08:22:57